Drómi vill milljarð frá Kaupþingstoppunum Stígur Helgason skrifar 10. október 2012 13:00 Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Málið er jafnframt höfðað á hendur félaginu Hvítsstöðum ehf., sem skuldin hvílir á, og dótturfélagi þess, Langárfossi ehf. Fimmmenningarnir eiga hver fimmtung í Hvítsstöðum. Upphaflega voru eigendurnir sex, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta Kaupþings, hefur selt sig út úr því. Hvítsstaðir voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrasýslu. Félagið fékk 400 milljóna króna lán til kaupanna hjá Sparisjóðnum og SPRON. Þau hafa nú flust til Dróma. Lánin voru í japönskum jenum og hækkuðu mjög eftir bankahrunið. Hæst stóðu þau í 1,1 milljarði. Nú er sem áður segir farið fram á endurgreiðslu á rúmum 900 milljónum. Mennirnir eru samtals í persónulegum ábyrgðum fyrir allri lánsfjárhæðinni. Eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum voru kyrrsettir að kröfu slitastjórnar Kaupþings í júní í fyrra. Þetta var gert til að tryggja heimtur upp í kröfur á hendur þeim vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar Guðmundssonar hér á landi en aðrar eignir hinna fjögurra voru líka kyrrsettar. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Málið er jafnframt höfðað á hendur félaginu Hvítsstöðum ehf., sem skuldin hvílir á, og dótturfélagi þess, Langárfossi ehf. Fimmmenningarnir eiga hver fimmtung í Hvítsstöðum. Upphaflega voru eigendurnir sex, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta Kaupþings, hefur selt sig út úr því. Hvítsstaðir voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrasýslu. Félagið fékk 400 milljóna króna lán til kaupanna hjá Sparisjóðnum og SPRON. Þau hafa nú flust til Dróma. Lánin voru í japönskum jenum og hækkuðu mjög eftir bankahrunið. Hæst stóðu þau í 1,1 milljarði. Nú er sem áður segir farið fram á endurgreiðslu á rúmum 900 milljónum. Mennirnir eru samtals í persónulegum ábyrgðum fyrir allri lánsfjárhæðinni. Eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum voru kyrrsettir að kröfu slitastjórnar Kaupþings í júní í fyrra. Þetta var gert til að tryggja heimtur upp í kröfur á hendur þeim vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar Guðmundssonar hér á landi en aðrar eignir hinna fjögurra voru líka kyrrsettar.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira