Reynslan úr heimi fjölmiðla nýtist vel í fyrirtækjarekstri Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 14:00 Þór Bæring segir nýja eigendur Ölvisholts vilja koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistara Ölvisholts að njóta sín meira. Vísir/Vilhelm Ferðamálafrömuðurinn Þór Bæring Ólafsson keypti á dögunum Ölvisholt brugghús ásamt fimm öðrum félögum sínum. „Við ætlum fyrst og fremst að koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistaranum okkar að njóta sín meira,“ segir Þór Bæring. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikið um nýjungar upp á síðkastið hjá Ölvisholti. „Það er margt gott en ekki komið neitt nýtt frá Ölvisholti í langan tíma. Við sjáum bara ótrúlega mörg tækifæri sérstaklega með þessari vakningu í kringum handverksbjórana.“ Þór segir að það þurfi líka að hugsa vel um vörumerkið. „Það hefur verið í dvala satt að segja,“ segir Þór. Hann vill líka kanna forsendurnar fyrir því að bjóða fólki í auknu mæli í heimsókn í Ölvisholt og skoða framleiðsluna og fá að smakka. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið nýtt síðustu ár.“ Þór hefur umtalsverða starfsreynslu úr ferðaþjónustu. Tólf ár eru síðan hann og Bragi Hinrik Magnússon stofnuðu ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. „Það eru tólf ár síðan ég og Bragi félagi minn stofnuðum ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. Eftir nokkur ár í því þá keypti Iceland Express af okkur þá ferðaskrifstofu. Við unnum í smá tíma þar en hættum og fórum í nám báðir tveir,“ segir Þór. Þegar nýtt flugfélag, WOW air, tók svo til starfa árið 2012 voru þeir spurðir að því hvort þeir væru til í að opna ferðaskrifstofu á nýjan leik. Úr varð að þeir stofnuðu Gaman Ferðir. „Fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega hratt og auðvitað munaði heilmikið um að WOW air keypti helmingshlut í fyrirtækinu í fyrra.“ Þór Bæring er fjölmiðlamaður að uppruna og telur að sú reynsla nýtist. vel. „Maður þarf alltaf að koma sér og vörunum sínum á framfæri. Það er hluti af þessu og það hefur klárlega reynst vel,“ segir Þór. Hann sé búinn að prófa að vera blaðamaður, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og fleira „Það er góð reynsla og fullt af góðu fólki sem maður þekkir í kringum það.“ Hann segir að ferðalög og bjórdrykkja séu á meðal sinna áhugamála. „Það er virkilega gaman að ferðast og ég og fjölskylda mín höfum verið dugleg að gera það í gegnum tíðina. Þannig að það er alveg klárlega í fyrsta sæti. En síðan er góður matur og góðir drykkir alltaf að sjálfsögðu mjög gott líka,“ segir Þór. Hann er líka mikið í íþróttum og þá einkum í blaki og skvassi. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ferðamálafrömuðurinn Þór Bæring Ólafsson keypti á dögunum Ölvisholt brugghús ásamt fimm öðrum félögum sínum. „Við ætlum fyrst og fremst að koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistaranum okkar að njóta sín meira,“ segir Þór Bæring. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikið um nýjungar upp á síðkastið hjá Ölvisholti. „Það er margt gott en ekki komið neitt nýtt frá Ölvisholti í langan tíma. Við sjáum bara ótrúlega mörg tækifæri sérstaklega með þessari vakningu í kringum handverksbjórana.“ Þór segir að það þurfi líka að hugsa vel um vörumerkið. „Það hefur verið í dvala satt að segja,“ segir Þór. Hann vill líka kanna forsendurnar fyrir því að bjóða fólki í auknu mæli í heimsókn í Ölvisholt og skoða framleiðsluna og fá að smakka. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið nýtt síðustu ár.“ Þór hefur umtalsverða starfsreynslu úr ferðaþjónustu. Tólf ár eru síðan hann og Bragi Hinrik Magnússon stofnuðu ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. „Það eru tólf ár síðan ég og Bragi félagi minn stofnuðum ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. Eftir nokkur ár í því þá keypti Iceland Express af okkur þá ferðaskrifstofu. Við unnum í smá tíma þar en hættum og fórum í nám báðir tveir,“ segir Þór. Þegar nýtt flugfélag, WOW air, tók svo til starfa árið 2012 voru þeir spurðir að því hvort þeir væru til í að opna ferðaskrifstofu á nýjan leik. Úr varð að þeir stofnuðu Gaman Ferðir. „Fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega hratt og auðvitað munaði heilmikið um að WOW air keypti helmingshlut í fyrirtækinu í fyrra.“ Þór Bæring er fjölmiðlamaður að uppruna og telur að sú reynsla nýtist. vel. „Maður þarf alltaf að koma sér og vörunum sínum á framfæri. Það er hluti af þessu og það hefur klárlega reynst vel,“ segir Þór. Hann sé búinn að prófa að vera blaðamaður, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og fleira „Það er góð reynsla og fullt af góðu fólki sem maður þekkir í kringum það.“ Hann segir að ferðalög og bjórdrykkja séu á meðal sinna áhugamála. „Það er virkilega gaman að ferðast og ég og fjölskylda mín höfum verið dugleg að gera það í gegnum tíðina. Þannig að það er alveg klárlega í fyrsta sæti. En síðan er góður matur og góðir drykkir alltaf að sjálfsögðu mjög gott líka,“ segir Þór. Hann er líka mikið í íþróttum og þá einkum í blaki og skvassi.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira