Hvað er að í íslenskri minjavörslu? Orri Vésteinsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun