Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2016 18:30 Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar. Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar.
Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira