Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2016 19:15 Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira