Háskólinn veiðir til landsins risaráðstefnu á sviði viðskiptafræði Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 EURAM er þekkingarsamfélag háskóla í 49 löndum sem stofnað var árið 2001 og miðar að því að efla rannsóknir og þekkingarsköpun í viðskiptafræði. Í ár verður ráðstefna EURAM haldin í París, en myndin er frá EURAM 2015 í Varsjá í Póllandi. Mynd/EURAM Áætlað er að tólf til fjórtán hundruð manns komi hingað til lands til að sækja alþjóðlega ráðstefnu sem viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur fengið réttinn til að halda árið 2018. Um er að ræða ráðstefnu European Academy of Management (EURAM), en hún er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskt rannsóknarumhverfi í viðskiptafræði á Íslandi, Háskóla Íslands og viðskiptalífið almennt að fá EURAM til Íslands,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti og lektor við Háskóla Íslands, en hann er jafnframt formaður undirbúningsnefndar EURAM 2018.Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti og lektor við Háskóla Íslands„Margir af helstu fræðimönnum Evrópu munu taka þátt í ráðstefnunni og við gerum okkur vonir um að vegna staðsetningar Íslands getum við fengið talsvert af virtum fræðimönnum frá Bandaríkjunum og víðar til þess að taka þátt.“ Umsóknarferlið vegna ráðstefnunnar segir Eyþór hafa verið langt, en það var unnið í samvinnu Háskólans, Meet in Reykjavik, Reykjavíkurborgar og Embættis forseta Íslands. „Við gerðum mjög góða umsókn þar sem bæði borgarstjóri Reykjavíkur og forseti Íslands buðu EURAM velkomin til landsins.“ Sjálfur hafi hann svo sótt fjölda funda í Evrópu síðastliðið ár til að vinna tillögunni fylgi. „Það er mjög ánægjulegt að þetta sé komið í höfn og nú verður lagður metnaður í að búa til einstakan viðburð sem skilur eftir þekkingu, góðvild og tengslanet fyrir íslenska akademíu og atvinnulíf,“ segir Eyþór Ívar. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Áætlað er að tólf til fjórtán hundruð manns komi hingað til lands til að sækja alþjóðlega ráðstefnu sem viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur fengið réttinn til að halda árið 2018. Um er að ræða ráðstefnu European Academy of Management (EURAM), en hún er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskt rannsóknarumhverfi í viðskiptafræði á Íslandi, Háskóla Íslands og viðskiptalífið almennt að fá EURAM til Íslands,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti og lektor við Háskóla Íslands, en hann er jafnframt formaður undirbúningsnefndar EURAM 2018.Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti og lektor við Háskóla Íslands„Margir af helstu fræðimönnum Evrópu munu taka þátt í ráðstefnunni og við gerum okkur vonir um að vegna staðsetningar Íslands getum við fengið talsvert af virtum fræðimönnum frá Bandaríkjunum og víðar til þess að taka þátt.“ Umsóknarferlið vegna ráðstefnunnar segir Eyþór hafa verið langt, en það var unnið í samvinnu Háskólans, Meet in Reykjavik, Reykjavíkurborgar og Embættis forseta Íslands. „Við gerðum mjög góða umsókn þar sem bæði borgarstjóri Reykjavíkur og forseti Íslands buðu EURAM velkomin til landsins.“ Sjálfur hafi hann svo sótt fjölda funda í Evrópu síðastliðið ár til að vinna tillögunni fylgi. „Það er mjög ánægjulegt að þetta sé komið í höfn og nú verður lagður metnaður í að búa til einstakan viðburð sem skilur eftir þekkingu, góðvild og tengslanet fyrir íslenska akademíu og atvinnulíf,“ segir Eyþór Ívar.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira