Tónlistariðnaðurinn að vaxa í fyrsta sinn í áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 09:30 Áætlað er að tekjur af tónlist muni aukast um sex prósent á árinu. Vísir/Hanna Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent