Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 19:06 Denisa Dedu var hetja kvöldsins. Vísir/AFP Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. Tékkar og Rússar urðu að sætta sig við tap eftir að hafa unnið leiki sína í fyrstu umferðinni. Þetta voru fyrstu sigurleikir hjá bæði Svartfellingum og Rúmenum og bæði lið fögnuðu vel í leikslok. Það var mikil spenna í leik Svartfellinga og Tékka en Svartfellingar unnu 28-27 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12.What a goal!!! Durdina Jaukovic for #MNE. Great end of 1st half. 12-13 #CZEMNE#ehfeuro2016#pureheartallhandspic.twitter.com/aY2RD4E0dl — EHF Live (@EHF_Live) December 7, 2016 Rúmenía vann fimm marka sigur á Ólympíumeisturum Rússa, 22-17, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik. Denisa Dedu fékk óvænt tækifæri í marki rúmenska landsliðsins á móti Ólympíumeisturum Rússa í kvöld og átti stórkostlegan leik. Dedu varði alls 22 skot í leiknum eða 56 prósent skota sem komu á hana. Hún er aðeins 22 ára gömul og hafði aðeins spilað 20 landsleiki fyrir EM. Dedu hélt meðal annars marki sínu hreinu í tólf mínútur í fyrri hálfleik (þann leikkafla vann rúmenska liðið 5-0 og komst í 7-2) og svo í þrettán mínútur í þeim síðari (2-0 fyrir Rúmeníu). Eliza Buceschi og Cristina Neagu voru markahæstar í rúmenska liðinu með sjö mörk en Buceschi skoraði meðal annars fjögur fyrstu mörk Rúmena í seinni hæalfleik. Neagu skoraði tvö mörk í lokin þegar Rúmenar kláruðu leikinn. Sigur Rúmena er athyglisverður fyrir Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu sem unnu Rúmena í fyrstu umferð og mæta Rússum í lokaumferðinni. Norðmenn mæta Króatíu seinna í kvöld. Rússneska liðið vann Ólympíugullið í ágúst eftir að hafa slegið Noreg út í framlengdum undanúrslitaleik.ROMANIA takes Olympic Champion down in an amazing atmosphere ! Final score 22:17 #ROURUSS #ehfeuro2016 pic.twitter.com/ETF4l728if— EHF Live (@EHF_Live) December 7, 2016 Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. Tékkar og Rússar urðu að sætta sig við tap eftir að hafa unnið leiki sína í fyrstu umferðinni. Þetta voru fyrstu sigurleikir hjá bæði Svartfellingum og Rúmenum og bæði lið fögnuðu vel í leikslok. Það var mikil spenna í leik Svartfellinga og Tékka en Svartfellingar unnu 28-27 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12.What a goal!!! Durdina Jaukovic for #MNE. Great end of 1st half. 12-13 #CZEMNE#ehfeuro2016#pureheartallhandspic.twitter.com/aY2RD4E0dl — EHF Live (@EHF_Live) December 7, 2016 Rúmenía vann fimm marka sigur á Ólympíumeisturum Rússa, 22-17, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik. Denisa Dedu fékk óvænt tækifæri í marki rúmenska landsliðsins á móti Ólympíumeisturum Rússa í kvöld og átti stórkostlegan leik. Dedu varði alls 22 skot í leiknum eða 56 prósent skota sem komu á hana. Hún er aðeins 22 ára gömul og hafði aðeins spilað 20 landsleiki fyrir EM. Dedu hélt meðal annars marki sínu hreinu í tólf mínútur í fyrri hálfleik (þann leikkafla vann rúmenska liðið 5-0 og komst í 7-2) og svo í þrettán mínútur í þeim síðari (2-0 fyrir Rúmeníu). Eliza Buceschi og Cristina Neagu voru markahæstar í rúmenska liðinu með sjö mörk en Buceschi skoraði meðal annars fjögur fyrstu mörk Rúmena í seinni hæalfleik. Neagu skoraði tvö mörk í lokin þegar Rúmenar kláruðu leikinn. Sigur Rúmena er athyglisverður fyrir Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu sem unnu Rúmena í fyrstu umferð og mæta Rússum í lokaumferðinni. Norðmenn mæta Króatíu seinna í kvöld. Rússneska liðið vann Ólympíugullið í ágúst eftir að hafa slegið Noreg út í framlengdum undanúrslitaleik.ROMANIA takes Olympic Champion down in an amazing atmosphere ! Final score 22:17 #ROURUSS #ehfeuro2016 pic.twitter.com/ETF4l728if— EHF Live (@EHF_Live) December 7, 2016
Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira