Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 11:17 Ásgeir Jónsson hagfræðingur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09