Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 11:17 Ásgeir Jónsson hagfræðingur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09