Brimborg flytur tækjasölu í Hádegismóa vegna þrengsla ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Egill segir orðið þröngt um Brimborg á Bíldshöfða, enda nemi vöxturinn í bílasölu tugum prósenta milli ára. vísir/pjetur Brimborg hyggst flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fimmtudaginn afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. „Vöxturinn hjá okkur í fyrra á sviðinu var 56% og við reiknum með 20% vexti á þessu ári þannig að það er orðið ansi þröngt um okkur,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Því vonast Egill til að takist að flytja þennan hluta starfseminnar strax á næsta ári.Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir vöxt í sölu atvinnutækja mikinn.Egill býst við að byggt verði á 4-5 þúsund fermetrum af lóðinni sem í heild er 14 þúsund fermetrar. Hönnunarvinna standi þó enn yfir og því liggi endanlegur kostnaður eða stærð bygginga ekki fyrir. Forstjórinn segir starfsemina sem flytja á upp í Hádegismóa vera eina þá stærstu á landinu á sviði atvinnutækja. Áformað sé að hún velti 2,5 milljörðum króna á þessu ári. Egill segir að aukin sala atvinnutækja tengist auknum umsvifum í bæði byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Sala verktakabifreiða og vinnuvéla sé farin að aukast á ný eftir hrun. Þá hafi sala á rútum aukist verulega frá hruni. „Þær taka alveg gríðarlega til sín í þjónustu því það er nánast verið að keyra þetta allan sólarhringinn,“ segir Egill. „Það er styrkur í að þetta komi frá nokkrum greinum en hangi ekki bara á einni grein,“ segir Egill að lokum. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Brimborg hyggst flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fimmtudaginn afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. „Vöxturinn hjá okkur í fyrra á sviðinu var 56% og við reiknum með 20% vexti á þessu ári þannig að það er orðið ansi þröngt um okkur,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Því vonast Egill til að takist að flytja þennan hluta starfseminnar strax á næsta ári.Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir vöxt í sölu atvinnutækja mikinn.Egill býst við að byggt verði á 4-5 þúsund fermetrum af lóðinni sem í heild er 14 þúsund fermetrar. Hönnunarvinna standi þó enn yfir og því liggi endanlegur kostnaður eða stærð bygginga ekki fyrir. Forstjórinn segir starfsemina sem flytja á upp í Hádegismóa vera eina þá stærstu á landinu á sviði atvinnutækja. Áformað sé að hún velti 2,5 milljörðum króna á þessu ári. Egill segir að aukin sala atvinnutækja tengist auknum umsvifum í bæði byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Sala verktakabifreiða og vinnuvéla sé farin að aukast á ný eftir hrun. Þá hafi sala á rútum aukist verulega frá hruni. „Þær taka alveg gríðarlega til sín í þjónustu því það er nánast verið að keyra þetta allan sólarhringinn,“ segir Egill. „Það er styrkur í að þetta komi frá nokkrum greinum en hangi ekki bara á einni grein,“ segir Egill að lokum.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun