Ferðaþjónusta í hvað örustum vexti á Íslandi og í Króatíu ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 10:45 Darren Huston segir ferðaþjónustu vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðslu í heiminum. vísir/stefán „Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“ Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“
Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira