Vantar fleiri stelpur í atvinnumennskuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2016 06:00 Thea Imani Sturludóttir sýndi í gær að hún er ein af framtíðarstúlkunum í íslenska landsliðinu. vísir/ernir „Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta. Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta.
Handbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira