Ógjöfult ár á innlendum hlutabréfamarkaði 15. desember 2016 07:00 Úrvalsvísitalan hefur lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum á árinu. Vísir/GVA Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Um er að ræða viðsnúning milli ára en árið 2015 var 49 prósenta ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði. Fram kemur í frétt á vef VÍB að fimm atriði hafi sérstaklega litað íslenska hlutabréfamarkaðinn á árinu: styrking krónunnar, aukin eftirspurn eftir fjármunum lífeyrissjóðanna, vaxtalækkanir og ekki vaxtalækkanir, kjarasamningar og áframhaldandi kraftur í fjölgun ferðamanna. Arðsleiðrétt ávöxtun frá áramótum hefur verið mest hjá N1 eða 102,1 prósent og næstmest hjá Eimskipi þar sem hún nemur 45,7 prósentum. Hún hefur verið lægst hjá Icelandair og Granda þar sem hún hefur lækkað um yfir þrjátíu prósent. Íslenska krónan hefur styrkst um 16 prósent á móti evru frá áramótum, 27 prósent gegn pundi og 21 prósent gagnvart sænsku krónunni. VÍB greinir frá því að fyrir innlend rekstrarfélög hafi þessi styrking fyrst og fremst verið jákvæð enda auðveldað þeim varðandi launahækkanir. Þessi breyting hefur hins vegar verið afar skaðleg þeim fjölmörgu félögum í kauphöllinni sem hafa hluta af sínum tekjum í erlendri mynt. Bæði koma áhrifin fram þannig að tekjurnar eru fyrst og fremst í annarri mynt en krónu en hlutabréfin skráð í krónum og því lækkar virði tekna félagsins í krónum talið. Kröftugar launahækkanir og vinnudeilur árið 2015 skiluðu sér í uppgjörum. Árið 2016 hefur því einkennst af hagræðingu, ekki síst hjá fjarskiptafélögum. Hugsanlegar vinnudeilur í byrjun 2017 hafa jafnframt spilað inn í væntingar fjárfesta, að því er kemur fram í fréttinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Um er að ræða viðsnúning milli ára en árið 2015 var 49 prósenta ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði. Fram kemur í frétt á vef VÍB að fimm atriði hafi sérstaklega litað íslenska hlutabréfamarkaðinn á árinu: styrking krónunnar, aukin eftirspurn eftir fjármunum lífeyrissjóðanna, vaxtalækkanir og ekki vaxtalækkanir, kjarasamningar og áframhaldandi kraftur í fjölgun ferðamanna. Arðsleiðrétt ávöxtun frá áramótum hefur verið mest hjá N1 eða 102,1 prósent og næstmest hjá Eimskipi þar sem hún nemur 45,7 prósentum. Hún hefur verið lægst hjá Icelandair og Granda þar sem hún hefur lækkað um yfir þrjátíu prósent. Íslenska krónan hefur styrkst um 16 prósent á móti evru frá áramótum, 27 prósent gegn pundi og 21 prósent gagnvart sænsku krónunni. VÍB greinir frá því að fyrir innlend rekstrarfélög hafi þessi styrking fyrst og fremst verið jákvæð enda auðveldað þeim varðandi launahækkanir. Þessi breyting hefur hins vegar verið afar skaðleg þeim fjölmörgu félögum í kauphöllinni sem hafa hluta af sínum tekjum í erlendri mynt. Bæði koma áhrifin fram þannig að tekjurnar eru fyrst og fremst í annarri mynt en krónu en hlutabréfin skráð í krónum og því lækkar virði tekna félagsins í krónum talið. Kröftugar launahækkanir og vinnudeilur árið 2015 skiluðu sér í uppgjörum. Árið 2016 hefur því einkennst af hagræðingu, ekki síst hjá fjarskiptafélögum. Hugsanlegar vinnudeilur í byrjun 2017 hafa jafnframt spilað inn í væntingar fjárfesta, að því er kemur fram í fréttinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira