Microsoft hyggst snjallvæða heimili og kynnir raddstýrðan hátalara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Úr auglýsingu Microsoft fyrir raddstýrðan hátalara sem kemur á markað á nýju ári. Tæknirisinn Microsoft birti í gær auglýsingu þar sem sjá mátti glitta í væntanlegan snjallhátalara fyrirtækisins. Hátalarinn er frá Harman Kardon en verður útbúinn stafrænu aðstoðarkonunni Cortönu úr smiðju Microsoft. Hátalarinn á að keppa við sams konar vörur frá Google og Amazon, nefnilega Google Home og Amazon Echo. Líkt og með Home og Echo verður hátalarinn raddstýrður. Hægt er að biðja hann um að gera ýmislegt, til að mynda að spila tónlist eða þylja upp uppskriftir. Cortana hefur til þessa verið aðgengileg í Windows 10 stýrikerfinu en hún er byggð á samnefndri gervigreind úr tölvuleikjaseríunni Halo. Þar er Cortana bláleit heilmynd sem aðstoðar aðalpersónuna Master Chief við að drepa geimverur. Cortana hefur þó hafið innreið sína í raunveruleikann og hyggur á fleiri áfangastaði en fyrrnefndan hátalara og Windows 10. Sífellt fleiri heimilistæki tengjast nú internetinu og eru því útbúin æ öflugri tölvum. Þessa þróun má til að mynda sjá í prenturum, ísskápum, lásum og ofnum. Á þriðjudag sagði Microsoft að forritarar fengju aðgang að tólum til að innleiða gervigreind Cortönu í umrædd tæki og þar með snjallvæða heimili fólks. Amazon og Google hyggja á sams konar þróun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft birti í gær auglýsingu þar sem sjá mátti glitta í væntanlegan snjallhátalara fyrirtækisins. Hátalarinn er frá Harman Kardon en verður útbúinn stafrænu aðstoðarkonunni Cortönu úr smiðju Microsoft. Hátalarinn á að keppa við sams konar vörur frá Google og Amazon, nefnilega Google Home og Amazon Echo. Líkt og með Home og Echo verður hátalarinn raddstýrður. Hægt er að biðja hann um að gera ýmislegt, til að mynda að spila tónlist eða þylja upp uppskriftir. Cortana hefur til þessa verið aðgengileg í Windows 10 stýrikerfinu en hún er byggð á samnefndri gervigreind úr tölvuleikjaseríunni Halo. Þar er Cortana bláleit heilmynd sem aðstoðar aðalpersónuna Master Chief við að drepa geimverur. Cortana hefur þó hafið innreið sína í raunveruleikann og hyggur á fleiri áfangastaði en fyrrnefndan hátalara og Windows 10. Sífellt fleiri heimilistæki tengjast nú internetinu og eru því útbúin æ öflugri tölvum. Þessa þróun má til að mynda sjá í prenturum, ísskápum, lásum og ofnum. Á þriðjudag sagði Microsoft að forritarar fengju aðgang að tólum til að innleiða gervigreind Cortönu í umrædd tæki og þar með snjallvæða heimili fólks. Amazon og Google hyggja á sams konar þróun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira