Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 19:31 Þrír af verjendum í málinu við upphaf þinghalds í morgun. Vísir/ÞÞ Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira