Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 19:31 Þrír af verjendum í málinu við upphaf þinghalds í morgun. Vísir/ÞÞ Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira