Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að auðsótt verði að koma megnið af þeim eignum sem ríkið eignaðist með stöðugleikaframlögum í verð. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira