LeBron James reynir að kveikja í liðsfélögum sínum með gjöfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 11:00 Það hefur lítið gengið upp hjá LeBron James og félögum í fyrstu tveimur leikjunum á móti Golden State. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira