Björn Berg sérlegur sérfræðingur BBC um fjármál EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 20:00 Verður í beinni frá París kvöldið sem opnunarleikur EM í Frakklandi fer fram. Vísir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira