Höfnin í Þorlákshöfn dýpkuð fyrir siglingar til Rotterdam Svavar Hávarðsson skrifar 21. desember 2016 07:45 Ferjan er ríflega 138 metra löng, tæplega 23 metra breið og getur flutt 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. „Þetta verkefni er mögulegt vegna endurbóta á höfninni á síðastliðnum tveimur árum og þær eru yfirstandandi. Verið er að skipuleggja svæðið í kringum höfnina með tilliti til hafsækinnar starfsemi. Þetta kallar á töluverða umferð og breytingar hérna hjá okkur,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, en færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo hefur ákveðið að hefja beinar vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam strax í byrjun apríl. Ferjusiglingarnar munu stórauka umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að vexti og atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Gunnsteinn segir alla á tánum varðandi verkefnið og gott samstarf hafi tekist við Smyril Line og Vegagerðina síðustu mánuði. Byggja þarf ramp til að þjóna ferjunni en hún er nítján þúsund tonna skip sem tekur 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Höfnin hefur m.a. verið dýpkuð til muna og fullbúin frystigeymsla stendur við höfnina og þar er mikið landrými og lausar byggingalóðir fyrir atvinnustarfsemi.Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri ÖlfussSmyril Line keypti skipið sérstaklega vegna þessa verkefnis sem hefur sérstöðu í vöruflutningum frá Íslandi. Um svokallaða Ro/Ro (eða Roll on-Roll off) vöruflutninga er að ræða, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skip. Það telja aðstandendur verkefnisins að tryggi örugga vörumeðhöndlun þar sem ekki þarf að hífa vöruna um borð, eins og tíðkast í hefðbundnum gámaflutningum. Gunnsteinn telur að ruðningsáhrif þessa verkefnis geti orðið víðtæk, en það velti á því hvernig verkefnið gengur. Stefnt hefur verið á að byggja Þorlákshöfn upp með tilliti til flutninga og stórskipaumferðar, og í því felst viss framtíðarsýn eftir að útgerð og fiskvinnsla gaf eftir. „Það opnar margar dyr að fá svona stórt skip hingað. Í framhaldinu vænti ég þess að fleiri aðilar horfi til svæðisins í framhaldinu. Við teljum jafnframt að þetta opni möguleika fyrir félög í sjávarútvegi að beina sinni starfsemi hingað. Þetta er þjónustubót sem aðilar í þeim geira geta ekki horft fram hjá,“ segir Gunnsteinn og bætir við að ef vel gengur þá sé vel hugsanlegt að fjölga ferðum. Þá skapist gjörbreytt landslag til flutninga frá svæðinu. Eins og kunnugt er rekur fyrirtækið farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu sem á sér heimahöfn hérlendis á Seyðisfirði. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Norrænu og einungis verður boðið upp á vöruflutninga á nýju siglingaleiðinni. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi, segir í tilkynningu að nýja siglingaleiðin skapi tengimöguleika við markaðssvæði, s.s. Pólland og Eystrasaltslöndin, með vöruumskipun í Færeyjum þaðan sem Smyril Line Cargo er með tvær vöruflutningaferjur í áætlunarsiglingum til St. Pétursborgar og Eystrasaltslanda. Flutningstíminn mun verða sá stysti sem boðið er upp á í sjóflutningum til og frá landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Þetta verkefni er mögulegt vegna endurbóta á höfninni á síðastliðnum tveimur árum og þær eru yfirstandandi. Verið er að skipuleggja svæðið í kringum höfnina með tilliti til hafsækinnar starfsemi. Þetta kallar á töluverða umferð og breytingar hérna hjá okkur,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, en færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo hefur ákveðið að hefja beinar vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam strax í byrjun apríl. Ferjusiglingarnar munu stórauka umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að vexti og atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Gunnsteinn segir alla á tánum varðandi verkefnið og gott samstarf hafi tekist við Smyril Line og Vegagerðina síðustu mánuði. Byggja þarf ramp til að þjóna ferjunni en hún er nítján þúsund tonna skip sem tekur 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Höfnin hefur m.a. verið dýpkuð til muna og fullbúin frystigeymsla stendur við höfnina og þar er mikið landrými og lausar byggingalóðir fyrir atvinnustarfsemi.Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri ÖlfussSmyril Line keypti skipið sérstaklega vegna þessa verkefnis sem hefur sérstöðu í vöruflutningum frá Íslandi. Um svokallaða Ro/Ro (eða Roll on-Roll off) vöruflutninga er að ræða, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skip. Það telja aðstandendur verkefnisins að tryggi örugga vörumeðhöndlun þar sem ekki þarf að hífa vöruna um borð, eins og tíðkast í hefðbundnum gámaflutningum. Gunnsteinn telur að ruðningsáhrif þessa verkefnis geti orðið víðtæk, en það velti á því hvernig verkefnið gengur. Stefnt hefur verið á að byggja Þorlákshöfn upp með tilliti til flutninga og stórskipaumferðar, og í því felst viss framtíðarsýn eftir að útgerð og fiskvinnsla gaf eftir. „Það opnar margar dyr að fá svona stórt skip hingað. Í framhaldinu vænti ég þess að fleiri aðilar horfi til svæðisins í framhaldinu. Við teljum jafnframt að þetta opni möguleika fyrir félög í sjávarútvegi að beina sinni starfsemi hingað. Þetta er þjónustubót sem aðilar í þeim geira geta ekki horft fram hjá,“ segir Gunnsteinn og bætir við að ef vel gengur þá sé vel hugsanlegt að fjölga ferðum. Þá skapist gjörbreytt landslag til flutninga frá svæðinu. Eins og kunnugt er rekur fyrirtækið farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu sem á sér heimahöfn hérlendis á Seyðisfirði. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Norrænu og einungis verður boðið upp á vöruflutninga á nýju siglingaleiðinni. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi, segir í tilkynningu að nýja siglingaleiðin skapi tengimöguleika við markaðssvæði, s.s. Pólland og Eystrasaltslöndin, með vöruumskipun í Færeyjum þaðan sem Smyril Line Cargo er með tvær vöruflutningaferjur í áætlunarsiglingum til St. Pétursborgar og Eystrasaltslanda. Flutningstíminn mun verða sá stysti sem boðið er upp á í sjóflutningum til og frá landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira