Síðasta skrefið Stjórnarmaðurinn skrifar 23. mars 2016 12:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að til standi að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að afnám sé á dagskránni, en stóra nýmælið felst í því að nefnd hafi verið sérstök tímasetning. Ríkisstjórnin getur nú vart annað en látið til skarar skríða, fyrr en síðar. Vitaskuld er margs konar óhagræði falið í gjaldeyrishöftunum. Fyrir það fyrsta eru miklar takmarkanir á erlendum lánveitingum og fjárfestingum íslenskra félaga erlendis. Sýnu alvarlegri er þó sá raunveruleiki að gjaldeyrishöftin fæla frá erlenda fjárfestingu. Sú staðreynd ein og sér að á Íslandi séu gjaldeyrishöft nægir til að alþjóðlegir fjárfestar leiti annað. Það er nefnilega í senn framandi og flókið að glíma við gjaldeyrishöftin. Auðveldara er þá að fjárfesta í umhverfi sem þú þekkir. Gjaldeyrishöftin leggja líka stein í götu lífeyrissjóðanna, sem í núverandi umhverfi eiga þann kost einan að fjárfesta í innlendum eignum. Það veldur því að skortur er á fjárfestingakostum fyrir sjóðina. Í því samhengi nægir að skoða hluthafalista skráðra félaga á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir eru þar nánast einráðir. Þeir láta þó ekki þar við sitja heldur eru líka fyrirferðarmiklir í óskráðum félögum, og nánast hverju öðru sem hægt er að festa í fé. Þessi staða er auðvitað ekki heilbrigð og ýtir undir bólumyndun í hagkerfinu. Fjármálaráðherra boðar að í stað gjaldeyrishaftanna komi svokallaðar varúðarreglur, sem væntanlega eiga að tryggja jafnvægi í hagkerfinu. Spennandi verður að sjá útfærsluna á þeim. Verður um raunverulegt afnám haftanna að ræða, eða er einungis verið að finna höftunum nýtt og þægilegra nafn? Hvað sem því líður er ljóst að afnám hafta er gríðarstórt hagsmunamál fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, og í raun lokahnykkurinn í því að skipa Íslandi á ný á bekk siðaðra þjóða í efnahagsmálum. Vonandi tekst vel til og Ísland getur tekið síðasta skrefið úr myrkrinu og inn í ljósið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn er ekki blaðamaður Fréttablaðsins en skrifar í Markaðinn á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að til standi að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að afnám sé á dagskránni, en stóra nýmælið felst í því að nefnd hafi verið sérstök tímasetning. Ríkisstjórnin getur nú vart annað en látið til skarar skríða, fyrr en síðar. Vitaskuld er margs konar óhagræði falið í gjaldeyrishöftunum. Fyrir það fyrsta eru miklar takmarkanir á erlendum lánveitingum og fjárfestingum íslenskra félaga erlendis. Sýnu alvarlegri er þó sá raunveruleiki að gjaldeyrishöftin fæla frá erlenda fjárfestingu. Sú staðreynd ein og sér að á Íslandi séu gjaldeyrishöft nægir til að alþjóðlegir fjárfestar leiti annað. Það er nefnilega í senn framandi og flókið að glíma við gjaldeyrishöftin. Auðveldara er þá að fjárfesta í umhverfi sem þú þekkir. Gjaldeyrishöftin leggja líka stein í götu lífeyrissjóðanna, sem í núverandi umhverfi eiga þann kost einan að fjárfesta í innlendum eignum. Það veldur því að skortur er á fjárfestingakostum fyrir sjóðina. Í því samhengi nægir að skoða hluthafalista skráðra félaga á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir eru þar nánast einráðir. Þeir láta þó ekki þar við sitja heldur eru líka fyrirferðarmiklir í óskráðum félögum, og nánast hverju öðru sem hægt er að festa í fé. Þessi staða er auðvitað ekki heilbrigð og ýtir undir bólumyndun í hagkerfinu. Fjármálaráðherra boðar að í stað gjaldeyrishaftanna komi svokallaðar varúðarreglur, sem væntanlega eiga að tryggja jafnvægi í hagkerfinu. Spennandi verður að sjá útfærsluna á þeim. Verður um raunverulegt afnám haftanna að ræða, eða er einungis verið að finna höftunum nýtt og þægilegra nafn? Hvað sem því líður er ljóst að afnám hafta er gríðarstórt hagsmunamál fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, og í raun lokahnykkurinn í því að skipa Íslandi á ný á bekk siðaðra þjóða í efnahagsmálum. Vonandi tekst vel til og Ísland getur tekið síðasta skrefið úr myrkrinu og inn í ljósið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn er ekki blaðamaður Fréttablaðsins en skrifar í Markaðinn á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira