„Ég er fullur eldmóðs“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gefin var út í vikunni vera alvarlega gagnrýni. Bankinn var gagnrýndur fyrir að selja eignir á síðustu sex árum sem ekki voru seldar í opnu ferli. Hann segist ekki ætla að segja af sér vegna skýrslunnar. „En við höfum fylgt lögum og reglum og starfað í samræmi við skipulag bankans eins og það hefur verið og meðal annars kynnt fyrir hluthöfum. Þannig að þarna koma fram ákveðin sjónarmið á hlutina og það er eðlilegt, sérstaklega þegar menn eru að rýna aftur á bak, að menn sjái hlutina aðeins með mismunandi hætti og geti bent á ákveðna hluti. Þannig viljum við lesa hana,“ segir Steinþór. „Við tökum þessu mjög alvarlega. Það er gott að fá þessa skýrslu. Það er fullt í henni sem við getum litið á og rýnt í og athugað hvort við getum gert betur. Við höfum nú bætt mikið hlutina hérna hjá okkur á undanförnum árum jafnt og þétt og sérstaklega í vor settum við nýja stefnu og nýjar reglur.“Sjá einnig: Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Steinþór segir að nánast allar eignir bankans hafi verið seldar í opnu söluferli. Um sé að ræða sex þúsund eignir sem hafi verið seldar. „Í nokkrum undantekningartilvikum var tekin ákvörðun um að víkja frá þeirri reglu sem okkur þykir góð. Þar sem við töldum að hagsmunir bankans væri betur borgið, byggt á þeim upplýsingum og þeirri stöðu sem við vorum í á þeim tíma.“Sjá einnig: Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Aðspurður hvort að einhvers misskilnings gæti hjá Ríkisendurskoðenda í skýrslunni segir Steinþór að í sumum tilfellum hefði umfjöllun Ríkisendurskoðunar mátt vera ítarlegri.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Nýtur enn trausts bankaráðsins Bankaráð Landsbankans fékk drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar tæpum tveimur mánuðum áður en hún var birt. Steinþór Pálsson nýtur enn trausts til að gegna starfi bankastjóra. 22. nóvember 2016 20:56 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gefin var út í vikunni vera alvarlega gagnrýni. Bankinn var gagnrýndur fyrir að selja eignir á síðustu sex árum sem ekki voru seldar í opnu ferli. Hann segist ekki ætla að segja af sér vegna skýrslunnar. „En við höfum fylgt lögum og reglum og starfað í samræmi við skipulag bankans eins og það hefur verið og meðal annars kynnt fyrir hluthöfum. Þannig að þarna koma fram ákveðin sjónarmið á hlutina og það er eðlilegt, sérstaklega þegar menn eru að rýna aftur á bak, að menn sjái hlutina aðeins með mismunandi hætti og geti bent á ákveðna hluti. Þannig viljum við lesa hana,“ segir Steinþór. „Við tökum þessu mjög alvarlega. Það er gott að fá þessa skýrslu. Það er fullt í henni sem við getum litið á og rýnt í og athugað hvort við getum gert betur. Við höfum nú bætt mikið hlutina hérna hjá okkur á undanförnum árum jafnt og þétt og sérstaklega í vor settum við nýja stefnu og nýjar reglur.“Sjá einnig: Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Steinþór segir að nánast allar eignir bankans hafi verið seldar í opnu söluferli. Um sé að ræða sex þúsund eignir sem hafi verið seldar. „Í nokkrum undantekningartilvikum var tekin ákvörðun um að víkja frá þeirri reglu sem okkur þykir góð. Þar sem við töldum að hagsmunir bankans væri betur borgið, byggt á þeim upplýsingum og þeirri stöðu sem við vorum í á þeim tíma.“Sjá einnig: Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Aðspurður hvort að einhvers misskilnings gæti hjá Ríkisendurskoðenda í skýrslunni segir Steinþór að í sumum tilfellum hefði umfjöllun Ríkisendurskoðunar mátt vera ítarlegri.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Nýtur enn trausts bankaráðsins Bankaráð Landsbankans fékk drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar tæpum tveimur mánuðum áður en hún var birt. Steinþór Pálsson nýtur enn trausts til að gegna starfi bankastjóra. 22. nóvember 2016 20:56 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59
Nýtur enn trausts bankaráðsins Bankaráð Landsbankans fékk drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar tæpum tveimur mánuðum áður en hún var birt. Steinþór Pálsson nýtur enn trausts til að gegna starfi bankastjóra. 22. nóvember 2016 20:56