Aðstoða við flóknar dvalarleyfisumsóknir Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 11:00 Georgia Olga Kristiansen og Erna Kristín Blöndal skipa starfslið WorkIs. Georgia starfaði í tæpan áratug hjá Útlendingastofnun sem sérfræðingur á sviði dvalar- og atvinnuleyfa en Erna er lögfræðingur að mennt. fréttablaðið/pjetur „Þetta getur verið flókið kerfi,“ segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis WorkIs. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi fyrir starfsfólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. „Við erum að reyna að gera það einfaldara fyrir íslensk fyrirtæki að fá erlent starfsfólk til landsins,“ segir Erna. „Fyrir þá sem þekkja ekki til, vita ekki hvaða gögnum þarfa að skila inn, þá getur þetta verið flókið og tekið langan tíma þó að stjórnvöld geri sitt besta.“ Fyrirtækið hóf starfsemi í byrjun árs og segir Erna það hafa komið á óvart hve mikil þörfin sé, sérstaklega fyrir dvalarleyfi fyrir sérfræðinga. „Mjög flottir sérfræðingar eru kannski vanir öðru viðmóti gagnvart sér, að þeir fái hundrað prósent þjónustu og þurfi ekkert að koma að þessu.“ Erna segir mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að umhverfið sé aðlaðandi. Ísland sé eina norræna ríkið sem ekki hafi innleitt löggjöf sem ætlað sé að bæta umgjörð fyrir erlent starfsfólk. „Núgildandi löggjöf og stofnanaumhverfi er of flókið og óskilvirkt. Á sama tíma er skattaumhverfi óhagstæðara hér á landi en víða annars staðar og gjaldeyrishöft gera útlendingum sem hyggjast flytja hingað til lands erfitt fyrir,“ segir Erna. Einn liður í að einfalda kerfið geti verið þjónusta á borð við þá sem WorkIs bjóði upp á. Þá sé mikilvægt að umsókn sé fullnægjandi í fyrstu atrennu. „Annars getur allt farið á byrjunarreit aftur og bæst við margar vikur ef ekki mánuðir við umsóknarferlið.“ Hún bendir á að til að mynda þurfi að skila sakavottorði frá öllum löndum sem starfsfólk hafi starfað í, sem í sumum tilfellum geti verið nokkuð mörg. „Þó öll gögn liggi fyrir getur það samt tekið tólf vikur að bíða eftir sakavottorði.“ Erna bendir á að um þrenns konar dvalarleyfi sé að ræða: Fyrir sérfræðinga, fyrir íþróttafólk og dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Í síðastnefnda tilfellinu þurfi að sýna fram á að skortur sé á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði og á Evrópska efnahagssvæðinu áður en dvalarleyfi sé veitt. „Íslensk fyrirtæki eru farin að finna meira og meira fyrir skorti á starfsfólki,“ segir Erna. Atvinnuleysi var 2,9 prósent í febrúar samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun og hefur ekki verið minna á þessum árstíma frá því fyrir hrun. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að fá starfsmenn hratt og örugglega, tíminn getur skipt mjög miklu máli.“ Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Þetta getur verið flókið kerfi,“ segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis WorkIs. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi fyrir starfsfólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. „Við erum að reyna að gera það einfaldara fyrir íslensk fyrirtæki að fá erlent starfsfólk til landsins,“ segir Erna. „Fyrir þá sem þekkja ekki til, vita ekki hvaða gögnum þarfa að skila inn, þá getur þetta verið flókið og tekið langan tíma þó að stjórnvöld geri sitt besta.“ Fyrirtækið hóf starfsemi í byrjun árs og segir Erna það hafa komið á óvart hve mikil þörfin sé, sérstaklega fyrir dvalarleyfi fyrir sérfræðinga. „Mjög flottir sérfræðingar eru kannski vanir öðru viðmóti gagnvart sér, að þeir fái hundrað prósent þjónustu og þurfi ekkert að koma að þessu.“ Erna segir mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að umhverfið sé aðlaðandi. Ísland sé eina norræna ríkið sem ekki hafi innleitt löggjöf sem ætlað sé að bæta umgjörð fyrir erlent starfsfólk. „Núgildandi löggjöf og stofnanaumhverfi er of flókið og óskilvirkt. Á sama tíma er skattaumhverfi óhagstæðara hér á landi en víða annars staðar og gjaldeyrishöft gera útlendingum sem hyggjast flytja hingað til lands erfitt fyrir,“ segir Erna. Einn liður í að einfalda kerfið geti verið þjónusta á borð við þá sem WorkIs bjóði upp á. Þá sé mikilvægt að umsókn sé fullnægjandi í fyrstu atrennu. „Annars getur allt farið á byrjunarreit aftur og bæst við margar vikur ef ekki mánuðir við umsóknarferlið.“ Hún bendir á að til að mynda þurfi að skila sakavottorði frá öllum löndum sem starfsfólk hafi starfað í, sem í sumum tilfellum geti verið nokkuð mörg. „Þó öll gögn liggi fyrir getur það samt tekið tólf vikur að bíða eftir sakavottorði.“ Erna bendir á að um þrenns konar dvalarleyfi sé að ræða: Fyrir sérfræðinga, fyrir íþróttafólk og dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Í síðastnefnda tilfellinu þurfi að sýna fram á að skortur sé á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði og á Evrópska efnahagssvæðinu áður en dvalarleyfi sé veitt. „Íslensk fyrirtæki eru farin að finna meira og meira fyrir skorti á starfsfólki,“ segir Erna. Atvinnuleysi var 2,9 prósent í febrúar samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun og hefur ekki verið minna á þessum árstíma frá því fyrir hrun. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að fá starfsmenn hratt og örugglega, tíminn getur skipt mjög miklu máli.“
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira