Snapchat á leið á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP Snap Inc., eigandi samfélagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, þegar það verður skráð á markað. Forsvarsmenn Snapchat hafa greint fjárfestum sínum frá því að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara á þessu ári. EMarketer telur að tekjur fyrirtækisins verði milljarður dollara á næsta ári. Ef það stenst yrði markaðsvirði félagsins 25 sinnum hærra en tekjur þess á ársgrundvelli. Í maí var Snapchat metið á 18 til 22 milljarða dollara. Ef fyrirtækið fer á markað með virðið 25 milljarða dollara, væri um að ræða hæsta markaðsvirði við skráningu tæknifyrirtækis frá því að Alibaba var skráð á markað ári 2014. Evan Spiegel, stofnandi Snapchat, er einungis 26 ára gamall. Árið 2013 hafnaði hann yfirtökutilboði Facebook sem nam 3 milljörðum dollara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tækni Tengdar fréttir Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52 Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50 Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Snap Inc., eigandi samfélagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, þegar það verður skráð á markað. Forsvarsmenn Snapchat hafa greint fjárfestum sínum frá því að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara á þessu ári. EMarketer telur að tekjur fyrirtækisins verði milljarður dollara á næsta ári. Ef það stenst yrði markaðsvirði félagsins 25 sinnum hærra en tekjur þess á ársgrundvelli. Í maí var Snapchat metið á 18 til 22 milljarða dollara. Ef fyrirtækið fer á markað með virðið 25 milljarða dollara, væri um að ræða hæsta markaðsvirði við skráningu tæknifyrirtækis frá því að Alibaba var skráð á markað ári 2014. Evan Spiegel, stofnandi Snapchat, er einungis 26 ára gamall. Árið 2013 hafnaði hann yfirtökutilboði Facebook sem nam 3 milljörðum dollara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tækni Tengdar fréttir Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52 Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50 Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52
Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50
Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12