Lífeyrissjóðir auka umsvif sín á lánamarkaði Ingvar Haraldsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafa aukist verulega en lífeyrissjóðir hafa lánað margfalt meira gegnum sjóðsfélagalán. Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyrissjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 milljörðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upphæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, benti á í kynningu sinni á ritinu Fjármálastöðugleika, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku, að tilfærsla væri að verða milli lánveitenda á húsnæðislánamarkaði. Uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs hefðu aukist hratt, þær námu tæplega 27 milljörðum króna á síðari hluta ársins sem er nærri tvöfalt miðað við sama tímabili árið 2014. Nærtækasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána sé að lífeyrissjóðirnir hófu fyrir áramót að bjóða húsnæðislán á hagstæðari kjörum en þeir hafi boðið áður og hagstæðari kjörum en bankarnir bjóði upp á.Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics ehf.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að ein ástæða þess sé að strangari reglur gildi um bankana en lífeyrissjóði. „Bankarnir eru undir reglum Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárbindingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir það ekki. Þeir þurfa því ekki að leggja þann kostnað ofan á lánin.“ Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, bendir á að lífeyrissjóðir séu með lengri fjármögnun en bankarnir. Skuldbindingar lífeyrissjóða til sjóðsfélaga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðsfélagar fari á eftirlaun, sem sé áratugum eftir að þeir hefji að greiða lífeyri. Bankarnir séu hins vegar að stærstum hluta fjármagnaðir með óbundnum innistæðum, sem hægt sé að taka út hvenær sem er. Það geri lífeyrissjóðum auðveldara fyrir en bönkunum að lána út til langs tíma. Þá séu lífeyrissjóðir nánast einu aðilarnir hér á landi sem geti lánað fjármagn til langs tíma í einhverjum mæli. Áður fyrr hafi lífeyrissjóðir að mestu leyti gert það í gegnum Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður hafi lánað um 60 prósent allra íbúðalána Íslandi, að mestu með því að gefa út skuldabréf sem lífeyrissjóðir keyptu. „Þannig að það var í raun peningur lífeyrissjóðanna sem Íbúðalánasjóður var að lána út.“ Í dag hafi hins vegar verulega dregið úr umsvifum Íbúðalánsjóðs og nánast sé búið að loka honum. Þá hafi lífeyrissjóðir einnig fjármagnað megnið af svokölluðum sértryggðum skuldabréfaútgáfum bankanna sem bankarnir hafa nýtt til að fjármagna sín íbúðalán. Ásgeir segir að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá lífeyrissjóðunum. Þeir hafi tekið ákvörðun um að lána í aukunum mæli fé sjálfir til íbúðakaupa í stað þess að gera það í gegnum milliliði, þótt þeir hafi alltaf gert það í einhverjum mæli. Í Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lækkað um 11 prósentustig á árinu 2015 og nemi nú 83,8 prósentum af landsframleiðslu. Lækkunina megi rekja til hærri landsframleiðslu og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar með beinni lækkun húsnæðislána og heimildar til nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar. Skuldahlutfallið sé nú svipað og það var árið 1999.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyrissjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 milljörðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upphæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, benti á í kynningu sinni á ritinu Fjármálastöðugleika, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku, að tilfærsla væri að verða milli lánveitenda á húsnæðislánamarkaði. Uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs hefðu aukist hratt, þær námu tæplega 27 milljörðum króna á síðari hluta ársins sem er nærri tvöfalt miðað við sama tímabili árið 2014. Nærtækasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána sé að lífeyrissjóðirnir hófu fyrir áramót að bjóða húsnæðislán á hagstæðari kjörum en þeir hafi boðið áður og hagstæðari kjörum en bankarnir bjóði upp á.Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics ehf.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að ein ástæða þess sé að strangari reglur gildi um bankana en lífeyrissjóði. „Bankarnir eru undir reglum Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárbindingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir það ekki. Þeir þurfa því ekki að leggja þann kostnað ofan á lánin.“ Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, bendir á að lífeyrissjóðir séu með lengri fjármögnun en bankarnir. Skuldbindingar lífeyrissjóða til sjóðsfélaga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðsfélagar fari á eftirlaun, sem sé áratugum eftir að þeir hefji að greiða lífeyri. Bankarnir séu hins vegar að stærstum hluta fjármagnaðir með óbundnum innistæðum, sem hægt sé að taka út hvenær sem er. Það geri lífeyrissjóðum auðveldara fyrir en bönkunum að lána út til langs tíma. Þá séu lífeyrissjóðir nánast einu aðilarnir hér á landi sem geti lánað fjármagn til langs tíma í einhverjum mæli. Áður fyrr hafi lífeyrissjóðir að mestu leyti gert það í gegnum Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður hafi lánað um 60 prósent allra íbúðalána Íslandi, að mestu með því að gefa út skuldabréf sem lífeyrissjóðir keyptu. „Þannig að það var í raun peningur lífeyrissjóðanna sem Íbúðalánasjóður var að lána út.“ Í dag hafi hins vegar verulega dregið úr umsvifum Íbúðalánsjóðs og nánast sé búið að loka honum. Þá hafi lífeyrissjóðir einnig fjármagnað megnið af svokölluðum sértryggðum skuldabréfaútgáfum bankanna sem bankarnir hafa nýtt til að fjármagna sín íbúðalán. Ásgeir segir að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá lífeyrissjóðunum. Þeir hafi tekið ákvörðun um að lána í aukunum mæli fé sjálfir til íbúðakaupa í stað þess að gera það í gegnum milliliði, þótt þeir hafi alltaf gert það í einhverjum mæli. Í Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lækkað um 11 prósentustig á árinu 2015 og nemi nú 83,8 prósentum af landsframleiðslu. Lækkunina megi rekja til hærri landsframleiðslu og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar með beinni lækkun húsnæðislána og heimildar til nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar. Skuldahlutfallið sé nú svipað og það var árið 1999.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira