Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2016 08:45 Stjórnendur Landsbankans hafa þurft að svara fyrir Borgunarmálið undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Pjetur Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira