Svava í Sautján kaupir GK Reykjavík Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 07:00 NTC rekur fimmtán verslanir, meðal annars Evu og Fló og Fransí í miðbænum. vísir/Anton NTC festi um mánaðamótin kaup á félaginu GK Reykjavík. Þetta staðfestir Svava Johansen, eigandi NTC. „Við höfum verið að leita í svolítið langan tíma að verslunarplássi niðri í bæ. Það kom upp þessi staða, að verslunin var til sölu og við ákváðum að styrkja aftur stöðu okkar í miðbænum. Við erum mjög sátt með þessi kaup, þetta er mjög flott verslun og hún mun veðra rekin áfram með svipuðu sniði,“ segir Svava. Svava segir að starfsfólk GK haldi áfram. „Það kemur mikið af góðu fólki frá NTC ásamt fólkinu sem var og við reynum að tvinna þetta saman og fylla upp í einhver göt sem þarf að fylla upp í. En við kunnum vel við rótina sem þessi búð stendur á í dag. Við ætlum að styrkja hana enn betur á þessum grunni sem hún er og halda sama stíl og hefur verið,“ segir Svava. Húsnæðið við Skólavörðustíg 6 er með veitingaleyfi en ekki vínveitingaleyfi. Svava segir ekki áform um að nýta veitingaleyfið á þessari stundu, en það geti breyst í framtíðinni. Svava segir að aukin verslun ferðamanna í miðbænum hafi spilað inn í ákvörðunina. „Við erum með Evu og eigum hlut í Fló og Fransí og við finnum að það er aukin sala til ferðamanna, þannig að þetta er þar af leiðandi nýr hópur,“ segir Svava. NTC er risi á fatamarkaðnum. Um tíunda hver króna sem Íslendingar verja í fatakaup hér á landi rennur til fyrirtækisins. Félagið hefur stundað fataverslun frá árinu 1976 og er með um 150 starfsmenn. Verslunum NTC fækkið eftir hrun úr tuttugu niður í fimmtán, en fyrirtækið er nú í sóknarhug á ný. Velta þess nam 1,8 milljörðum árið 2014 þar sem það seldi ríflega þrjú hundruð þúsund flíkur, um eina flík á hvern Íslending. Ásamt GK Reykjavík rekur félagið fimmtán verslanir í um 5.000 fermetra verslunarrými auk saumastofu, heildsölu og netverslunar. „Þetta er bara spennandi, það er aldrei að vita nema við gerum eitthvað annað niðri í bæ,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
NTC festi um mánaðamótin kaup á félaginu GK Reykjavík. Þetta staðfestir Svava Johansen, eigandi NTC. „Við höfum verið að leita í svolítið langan tíma að verslunarplássi niðri í bæ. Það kom upp þessi staða, að verslunin var til sölu og við ákváðum að styrkja aftur stöðu okkar í miðbænum. Við erum mjög sátt með þessi kaup, þetta er mjög flott verslun og hún mun veðra rekin áfram með svipuðu sniði,“ segir Svava. Svava segir að starfsfólk GK haldi áfram. „Það kemur mikið af góðu fólki frá NTC ásamt fólkinu sem var og við reynum að tvinna þetta saman og fylla upp í einhver göt sem þarf að fylla upp í. En við kunnum vel við rótina sem þessi búð stendur á í dag. Við ætlum að styrkja hana enn betur á þessum grunni sem hún er og halda sama stíl og hefur verið,“ segir Svava. Húsnæðið við Skólavörðustíg 6 er með veitingaleyfi en ekki vínveitingaleyfi. Svava segir ekki áform um að nýta veitingaleyfið á þessari stundu, en það geti breyst í framtíðinni. Svava segir að aukin verslun ferðamanna í miðbænum hafi spilað inn í ákvörðunina. „Við erum með Evu og eigum hlut í Fló og Fransí og við finnum að það er aukin sala til ferðamanna, þannig að þetta er þar af leiðandi nýr hópur,“ segir Svava. NTC er risi á fatamarkaðnum. Um tíunda hver króna sem Íslendingar verja í fatakaup hér á landi rennur til fyrirtækisins. Félagið hefur stundað fataverslun frá árinu 1976 og er með um 150 starfsmenn. Verslunum NTC fækkið eftir hrun úr tuttugu niður í fimmtán, en fyrirtækið er nú í sóknarhug á ný. Velta þess nam 1,8 milljörðum árið 2014 þar sem það seldi ríflega þrjú hundruð þúsund flíkur, um eina flík á hvern Íslending. Ásamt GK Reykjavík rekur félagið fimmtán verslanir í um 5.000 fermetra verslunarrými auk saumastofu, heildsölu og netverslunar. „Þetta er bara spennandi, það er aldrei að vita nema við gerum eitthvað annað niðri í bæ,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira