Viðskipti innlent

MS innkallar Smjörva vegna plastbrots

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós.
Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós. Vísir/Stefán
Mjólkursamsalan hefur tekið úr sölu og innkallað tilteknar framleiðslulotur af Smjörva í 400 gr. umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós.

Plastbrot af þessu tagi geta verið beitt og þar af leiðandi reynst skaðleg. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri og því hefur verið ákveðið að innkalla Smjörva í 400 gr. umbúðum framleiddann af KS með neðangreindum framleiðsludagsetningum.

Neytendum sem keypt hafa Smjörva með neðangreindum dagsetningum er bent á að farga honum eða skila honum þangað sem hann var keyptur.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Smjörvi 

Heildarupplýsingar í stimplum:

BF. 04 MAÍ 2016 004 M.KS A013

BF. 06 MAÍ 2016 006 M.KS A013

BF. 11 MAÍ 2016 011 M.KS A013

BF. 14 MAÍ 2016 014 M.KS A013

Nettóþyngd: 400 g

Framleiðandi: Mjólkursamlag KS

Strikamerki: 5690516025007

Vöruheiti: Smjörvi Tilboð

Heildarupplýsingar í stimplum:

BF. 01 JÚN 2016 032 M.KS A013

BF. 04 JÚN 2016 035 M.KS A013

BF. 08 JÚN 2016 039 M.KS A013

Nettóþyngd: 400 g

Framleiðandi: Mjólkursamlag KS

Strikamerki: 5690516025205

Þessar upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við.

Mjólkursamsalan biður neytendur velvirðingar á þessu óhappi sem varð við vinnslu þessa umrædda Smjörva. 

Nánari upplýsingar fást hjá Gæðasviði Mjólkursamsölunar í síma 450 1100.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×