Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 16:30 Allir sakborningar í málinu sátu málflutning í Hæstarétti í dag. Vísir/GVA „Afstaða hans er ekki sú að það hafi verið allt í lagi með þau viðskipti sem Kaupþing átti í með eigin bréf en við mat á því hvort hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi þá hefur það þýðingu að svara því hver hafi almennt ákveðið hvernig staðið var að því að selja og kaupa hlutabréfin og hverjir höfðu upplýsingar um þá sem keyptub bréfin.“ Þetta sagði Gizur Bergsteinsson verjandi Einars Pálma Sigmundssonar fyrrverandi forstöðumanns deildar eigin viðskipta Kaupþings við upphaf málflutningsræðu sinnar í Hæstarétti í dag. Einar Pálmi er ákærður fyrir markaðsmisnotkun í málinu en saksóknari telur að mikil viðskipti eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sjálfum hafi verið ólögmæt. Einar var í héraði dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en í dag fór verjandi hans fram á að hann yrði sýknaður en til vara að refsing hans yrði milduð.Ingólfur hafi sett stefnuna Gizur sagði það aldrei líta vel út að benda á aðra en hann rakti það engu að síður hvernig skjólstæðingur fenginn inn sem forstöðumaður deildar eigin viðskipta á tímapunkti þegar búið var að leggja deildina niður sem sjálfstætt svið og umsjón hennar var í höndum forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfs Helgasonar. Þannig vísaði Gizur í það að Ingólfur hefði sjálfur sagt fyrir dómi að hann hefði tekið allar stærri ákvarðanir innan deildar eigin viðskipta og sett stefnuna um það hve mikið bankinn myndi eignast í sjálfum sér.„Það var því alveg ljóst að yfirstjórn bankans ætlaði honum [Einari] aldrei að taka neinar ákvarðanir um þessi viðskipti,“ sagði Gizur og bætti við að fyrirmæli um þau hefðu komið frá Ingólfi, annað hvort í gegnum Einar eða bara beint til verðbréfasalanna Birnis Sæs Björnssonar og Péturs Kristins Guðmarssonar sem einnig eru ákærðir í málinu og hlutu 18 mánaða skilorðsbundna dóma í héraði. Þeir voru undirmenn Einars og lýstu yfirmanni sínum í hleruðum símtölum sem spiluð voru fyrir héraðsdómi annars vegar sem „heiðarlegasta manni Íslands“ og hins vegar sem „mest solid guy ever.“Einar grunlausGizur sagði að Einar liti ekki svo á að viðskiptin sem stunduð hafi verið í deild eigin viðskipta hafi verið markaðsmisnoktun þó hann mæli þeim ekki bót í dag. Hann hafi hins vegar verið grunlaus um að það væri eitthvað athugavert við viðskiptin enda höfðu þau verið stunduð í lengri tíma í deild eigin viðskipta Kaupþings. Þá hefði Einar alltaf verið í beinum samskiptum við innri endurskoðun bankans, regluvörð og yfirlögfræðing sem höfðu ekki gert athugasemdir við viðskiptin. Halldór Jónsson verjandi Birnis Sæs og Vífill Harðarson verjandi Péturs Kristins lögðu áherslu á það í sínum málflutningi að skjólstæðingar þeirra hefðu verið starfsmenn á gólfi, í lægsta þrepi vel skipulagðs valdastiga. Þannig sagði Halldór að þó að skjólstæðingur sinn væri ekki að halda því fram að mikil viðskipti deildar eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum hafi verið viðurkennd markaðsframkvæmd eða verið einhvers konar óformleg viðskiptavakt þá hafi Birnir Sær mátt treysta því að slíkt væri fyrir hendi og að deildin væri í raun eins og viðskiptavaki. Eftirlitsaðilar meðvitaðir um viðskipti KaupþingsÞað hafi nefnilega ekki verið í verkahring starfsmanna eigin viðskipta að ganga úr skugga um að búið væri að gera samning um viðskiptavakt. Hins vegar hafi það verið svo að eftirlitsaðilar innan og utan bankans hafi vitað af viðskiptum Kaupþings með eigin bréf en verjandinn sagði kerfið hafa brugðist, líkt og nú og vísaði í dómsmál tengd hruninu og dómhörkuna í samfélaginu vegna þeirra.„Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi. Það er ekki sanngjarnt að láta þessa ungu drengi gjalda fyrir þann vanmátt sem eftirlitskerfin innan og utan bankans stóðu frammi fyrir.“ Málflutningi lauk í Hæstarétti síðdegis en þá hefur dómurinn fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn. Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Afstaða hans er ekki sú að það hafi verið allt í lagi með þau viðskipti sem Kaupþing átti í með eigin bréf en við mat á því hvort hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi þá hefur það þýðingu að svara því hver hafi almennt ákveðið hvernig staðið var að því að selja og kaupa hlutabréfin og hverjir höfðu upplýsingar um þá sem keyptub bréfin.“ Þetta sagði Gizur Bergsteinsson verjandi Einars Pálma Sigmundssonar fyrrverandi forstöðumanns deildar eigin viðskipta Kaupþings við upphaf málflutningsræðu sinnar í Hæstarétti í dag. Einar Pálmi er ákærður fyrir markaðsmisnotkun í málinu en saksóknari telur að mikil viðskipti eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sjálfum hafi verið ólögmæt. Einar var í héraði dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en í dag fór verjandi hans fram á að hann yrði sýknaður en til vara að refsing hans yrði milduð.Ingólfur hafi sett stefnuna Gizur sagði það aldrei líta vel út að benda á aðra en hann rakti það engu að síður hvernig skjólstæðingur fenginn inn sem forstöðumaður deildar eigin viðskipta á tímapunkti þegar búið var að leggja deildina niður sem sjálfstætt svið og umsjón hennar var í höndum forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfs Helgasonar. Þannig vísaði Gizur í það að Ingólfur hefði sjálfur sagt fyrir dómi að hann hefði tekið allar stærri ákvarðanir innan deildar eigin viðskipta og sett stefnuna um það hve mikið bankinn myndi eignast í sjálfum sér.„Það var því alveg ljóst að yfirstjórn bankans ætlaði honum [Einari] aldrei að taka neinar ákvarðanir um þessi viðskipti,“ sagði Gizur og bætti við að fyrirmæli um þau hefðu komið frá Ingólfi, annað hvort í gegnum Einar eða bara beint til verðbréfasalanna Birnis Sæs Björnssonar og Péturs Kristins Guðmarssonar sem einnig eru ákærðir í málinu og hlutu 18 mánaða skilorðsbundna dóma í héraði. Þeir voru undirmenn Einars og lýstu yfirmanni sínum í hleruðum símtölum sem spiluð voru fyrir héraðsdómi annars vegar sem „heiðarlegasta manni Íslands“ og hins vegar sem „mest solid guy ever.“Einar grunlausGizur sagði að Einar liti ekki svo á að viðskiptin sem stunduð hafi verið í deild eigin viðskipta hafi verið markaðsmisnoktun þó hann mæli þeim ekki bót í dag. Hann hafi hins vegar verið grunlaus um að það væri eitthvað athugavert við viðskiptin enda höfðu þau verið stunduð í lengri tíma í deild eigin viðskipta Kaupþings. Þá hefði Einar alltaf verið í beinum samskiptum við innri endurskoðun bankans, regluvörð og yfirlögfræðing sem höfðu ekki gert athugasemdir við viðskiptin. Halldór Jónsson verjandi Birnis Sæs og Vífill Harðarson verjandi Péturs Kristins lögðu áherslu á það í sínum málflutningi að skjólstæðingar þeirra hefðu verið starfsmenn á gólfi, í lægsta þrepi vel skipulagðs valdastiga. Þannig sagði Halldór að þó að skjólstæðingur sinn væri ekki að halda því fram að mikil viðskipti deildar eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum hafi verið viðurkennd markaðsframkvæmd eða verið einhvers konar óformleg viðskiptavakt þá hafi Birnir Sær mátt treysta því að slíkt væri fyrir hendi og að deildin væri í raun eins og viðskiptavaki. Eftirlitsaðilar meðvitaðir um viðskipti KaupþingsÞað hafi nefnilega ekki verið í verkahring starfsmanna eigin viðskipta að ganga úr skugga um að búið væri að gera samning um viðskiptavakt. Hins vegar hafi það verið svo að eftirlitsaðilar innan og utan bankans hafi vitað af viðskiptum Kaupþings með eigin bréf en verjandinn sagði kerfið hafa brugðist, líkt og nú og vísaði í dómsmál tengd hruninu og dómhörkuna í samfélaginu vegna þeirra.„Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi. Það er ekki sanngjarnt að láta þessa ungu drengi gjalda fyrir þann vanmátt sem eftirlitskerfin innan og utan bankans stóðu frammi fyrir.“ Málflutningi lauk í Hæstarétti síðdegis en þá hefur dómurinn fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn.
Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira