Metnaðarlaus markmið til fjölgunar rafbíla 19. mars 2016 12:00 Íslenskt samfélag gæti sparað gríðarlega fjármuni árlega á að skipta út jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa í samgöngum hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira