Metnaðarlaus markmið til fjölgunar rafbíla 19. mars 2016 12:00 Íslenskt samfélag gæti sparað gríðarlega fjármuni árlega á að skipta út jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa í samgöngum hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent