Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum Einar Jónsson og Erlendur Steinar Friðriksson skrifar 15. október 2016 07:00 Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun