Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum Einar Jónsson og Erlendur Steinar Friðriksson skrifar 15. október 2016 07:00 Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar