Viðskipti innlent

World Class vill koma Garðbæingum í form

Benedikt Bóas skrifar
Björn Leifsson vill byggja um 1.500-1.700 fermetra stöð í Garðabæ.
Björn Leifsson vill byggja um 1.500-1.700 fermetra stöð í Garðabæ. Vísir/GVA
Bæjarráð Garðabæjar tók fyrir bréf Björns Leifssonar, eiganda World Class, varðandi lóð við sundlaugina í Ásgarði á fundi sínum í gær.

Samkvæmt bréfi Björns er ætlunin að reisa um 1.500-1.700 fermetra húsnæði við norðvesturenda íþróttahússins. Yrði þar heilsuræktarsalur og þrír leikfimisalir auk aðstöðu fyrir barnagæslu. Vill Björn að gerður verði sérstakur eignaskiptasamningur milli fyrirtækisins og bæjarins um mannvirkin og lóðina auk hefðbundins lóðarleigusamnings. Lýkur hann bréfinu á að verði viðbrögð við erindinu jákvæð sé hann tilbúinn til frekari viðræðna.

Bæjarráð vísaði málinu til nánari skoðunar Gunnars Einarssonar bæjarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×