Hvað ræður för? Stjórnarmaðurinn skrifar 11. maí 2016 11:00 Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Panama-skjölin hafa nú verið gerð opinber í allri sinni dýrð og því á allra færi að nálgast skjölin og grúska eftir þörfum eða áhuga. Ljóst er að fjöldinn allur af Íslendingum kemur fram í skjölunum, en samkvæmt einum fjölmiðlinum er að finna nöfn 170 Íslendinga hið minnsta. Nú þegar mesta fárviðrinu virðist hafa slotað er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réði því hverjir voru teknir fyrir og í hvaða röð. Óumflýjanlega var það svo að þeir sem fyrstir voru í röðinni fengu mesta umfjöllun á meðan þeir sem komu síðar hafa nokkurn veginn flogið undir radarinn. Þetta var fyrirsjáanlegt enda í samræmi við íslenska umræðuhefð, sem vanalega hefst á miklum upphrópunum en verður fljótlega að hvísli og gleymist að endingu. Þetta gerir það því miður að verkum að fá mál eru raunverulega leidd til lykta í umræðunni. Í skjölunum er að finna menn sem fyrirferðarmiklir hafa verið í viðskiptalífinu, t.d. forstjóra stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins, en einnig tónlistarmenn, stjórnmálamenn og útgerðarmenn. Fæst hefur þetta fólk ratað í fjölmiðla með miklum trumbuslætti. Undantekning frá því hefur þó verið gerð hvað varðar stjórnmálamennina, sem hlýtur að teljast skiljanlegt. Ekki er gott að átta sig á því hvað hefur ráðið hverjir aðrir hafa verið teknir fyrir og hverjum hlíft. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt að beina sjónum sérstaklega að útgerðinni, sem höndlar jú með auðlindir þjóðarinnar og sækir auð sinn þangað. Það hlýtur að vera siðferðislegur munur á því að færa fjármuni, sem sóttir eru í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, úr landi, og að sýsla með fjármuni sem aflað er með öðrum og almennari hætti eða hreinlega aflað annars staðar í heiminum, eins og raunin virðist vera í mörgum tilvikum. Það virðist þó ekki hafa ratað ofarlega á forgangslista blaðamannanna. Eðlilegast hefði verið að gera upplýsingarnar allar opinberar á sama tíma og umfjöllunin hófst. Fjölmiðlarnir sem í hlut áttu tóku sér hins vegar það vald að henda sumum fyrir ljónin, en hlífa öðrum. Þar er ábyrgð ríkisfjölmiðilsins stærst og mest. Áhugavert væri ef þeir gætu upplýst um hvað réði för.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira