Telur rannsakendur hafa skotið undan gögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2016 21:16 Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. Lýður var stjórnarformaður VátryggingafélagsÍslands og var ásamt Sigurði Valtýssyni ákærður vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Í I. kafla ákærunnar var Lýði gefið að sök að hafa brotið gegn 104. gr. laga um hlutafélög með því að hafa á árinu 2009, sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS, látið félagið lána Sigurði sem sat þá í stjórn VÍS, rúmlega 58 milljónir króna. Brot gegn umræddu ákvæði fyrnast á tveimur árum en fyrningarfrestur er rofinn þegar lán er framlengt. Lýður var sýknaður meðal annars vegna þess að eftir áskorun frá verjanda hans fundust sex tölvupóstar í gögnum málsins milli Bjarna Brynjólfssonar starfsmanns VÍS og Sigurðar. Þessir póstar sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður en Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu. Í kærunni segir: „Að mati kæranda er útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans.“ Þar segir jafnframt: „Með því að gögnin (...) voru hvorki borin undir kæranda né kynnt verjanda eða gerð að skjölum í málinu var freklega brotið gegn grundvallarréttindum kæranda og sköpuð raunveruleg hætta á því að kærandi yrði sakfelldur fyrir verknað sem hann átti engan hlut að.“ Í kærunni kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsakað verði hvort þeir opinberu starfsmenn sem rannsökuðu málið hjá sérstökum saksóknara hafi brotið 148. gr. hegningarlaga. Um er að ræða mjög alvarlegar ásakanir og ásakanir um brot í opinberu starfi. Í umræddu hegningarlagaákvæði er lýst refsivert að skjóta undan gögnum til að leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að tíu ára fangelsi. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. Lýður var stjórnarformaður VátryggingafélagsÍslands og var ásamt Sigurði Valtýssyni ákærður vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Í I. kafla ákærunnar var Lýði gefið að sök að hafa brotið gegn 104. gr. laga um hlutafélög með því að hafa á árinu 2009, sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS, látið félagið lána Sigurði sem sat þá í stjórn VÍS, rúmlega 58 milljónir króna. Brot gegn umræddu ákvæði fyrnast á tveimur árum en fyrningarfrestur er rofinn þegar lán er framlengt. Lýður var sýknaður meðal annars vegna þess að eftir áskorun frá verjanda hans fundust sex tölvupóstar í gögnum málsins milli Bjarna Brynjólfssonar starfsmanns VÍS og Sigurðar. Þessir póstar sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður en Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu. Í kærunni segir: „Að mati kæranda er útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans.“ Þar segir jafnframt: „Með því að gögnin (...) voru hvorki borin undir kæranda né kynnt verjanda eða gerð að skjölum í málinu var freklega brotið gegn grundvallarréttindum kæranda og sköpuð raunveruleg hætta á því að kærandi yrði sakfelldur fyrir verknað sem hann átti engan hlut að.“ Í kærunni kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsakað verði hvort þeir opinberu starfsmenn sem rannsökuðu málið hjá sérstökum saksóknara hafi brotið 148. gr. hegningarlaga. Um er að ræða mjög alvarlegar ásakanir og ásakanir um brot í opinberu starfi. Í umræddu hegningarlagaákvæði er lýst refsivert að skjóta undan gögnum til að leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að tíu ára fangelsi.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira