Uber gert að greiða breskum bílstjórum sínum lágmarkslaun Atli ísleifsson skrifar 28. október 2016 14:23 Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira