Vranjes svarar Guðmundi fullum hálsi: „Snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 10:00 Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Sjá meira
Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Sjá meira
Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42
Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni