Brotthvarf að verða frá Starbucks-menningu Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Kristbjörg segir tækifæri fólgin í að auka sérstöðu Kaffitárs. Vísir/Hanna „Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira