Brotthvarf að verða frá Starbucks-menningu Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Kristbjörg segir tækifæri fólgin í að auka sérstöðu Kaffitárs. Vísir/Hanna „Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira