Bill Gates sífellt ríkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:30 Bill Gates er ríkasti maður heims. Vísir/AFP Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira