What Works ráðstefnan að nýju í Reykjavík Hafliði Helgason skrifar 14. desember 2016 11:00 Michael Porter var gestur á síðustu What Works ráðstefnu, en hann er einn þekktasti fræðimaður á sviði viðskipta í heiminum og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Vonir aðstandenda ráðstefnunnar standa til þess að hún verði árlegur viðburður og mótvægi við ráðstefnuna í Davos þar sem leiðtogar í heimi viðskipta- og efnahagslífs hittast árlega. Vísir/Anton Brink Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira