Scott Brooks verður næsti þjálfari NBA-liðsins Washington Wizards en hann hefur gengið frá fimm ára samningi við félagið.
Washington Wizards borgar Scott Brooks samtals 35 milljónir dollara fyrir þessi fimm ár eða meira 4,3 milljarða íslenskra króna. ESPN sagði frá.
Brooks tekur við af Randy Wittman sem var rekinn eftir tímabilið þar sem Washington Wizards vann jafnmarga leiki (41) og það tapaði á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina.
Scott Brooks er fyrrum þjálfari Oklahoma City Thunder en hann vann 338 af 545 leikjum með liðinu á árunum 2008 til 2015 sem gerir 62 prósent sigurhlutfall og er besta sigurhlutfall þjálfara sem hefur aldrei unnið NBA-titilinn.
Margir líta líka á þessa ráðningu Washington Wizards sem fyrsta skrefið í átt að því að tæla til sín stjörnuleikmanninn Kevin Durant.
Kevin Durant er frá Washington og hann átti frábær ár undir stjórn Scott Brooks hjá Oklahoma City Thunder.
Kevin Durant var meðal annars valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2014, var fjórum sinnum stigahæsti maður deildarinnar og komst fimm sinnum í úrvalslið NBA-deildarinnar í þjálfaratíð Scott Brooks hjá liðinu.
Kevin Durant er með lausan samning í sumar en þá rennur fimm ára samningur hans út við Oklahoma City Thunder. Durant fékk meira en 20 milljónir dollara fyrir lokaárið sitt eða 2,5 milljarða íslenskra króna.
Durant hefur einnig verið orðaður við Golden State Warriors og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvar þessi frábæri leikmaður spilar í NBA-deildinni næsta vetur.
Fyrsta skref Washington Wizards í átt að því að krækja í Kevin Durant
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn