Gylfi Zoëga: „Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist“ Ásgeir Erlendsson skrifar 20. mars 2016 19:00 Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira