Ráðleggur stjórnendum lífeyrissjóða að hætta á Facebook ingvar haraldsson skrifar 26. maí 2016 16:06 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir lífeyrissjóði hafa það markmið að ávaxta fé sjóðfélaga. vísir/anton Heiðar Guðjónsson, fjárfestir segir fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða aðeins hafa einn tilgang. „Hlutverkið er að hámarka ávöxtun eigna sjóðsins að teknu tilliti til áhættu, hlutverk sjóðanna er ekki að vernda umhverfið, að breyta tekjudreifingu samfélagsins, að hafa áhrif á stjórnarval eða neitt slíkt,“ segir hann. Séu tveir kostir jafn góðir að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu verði sá kostur fyrir valinu sem hafi eitthvað annað fram yfir hinn, til dæmis hvað varðar samfélagslega ábyrgð að sögn Heiðars. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta.Öllum liði betur Spurður út í hversu langt lífeyrissjóðir ættu að ganga til að uppfylla önnur markmið en ávöxtun fyrir sjóðfélaga, og var þar vísað til umræðu um arðgreiðslur tryggingafélaga fyrr á árinu, ráðlagði hann þeim sem vinni fyrir lífeyrissjóði að einbeita sér að viðskiptum. Hann hafi flutt aftur til Íslands fyrir rúmi ári og þá hafi hann ákveðið að vera ekki á Facebook, taka ekki þátt í pólitískri umræðu heldur einbeita sér að viðskiptum. „Ég held að stjórnir ætti að gera það sama. Ef að lífeyrissjóðir myndu gera það sama þá liði þeim betur og öllum liðið betur, þetta er einföld heimspeki“ sagði Heiðar.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að lífeyrissjóðir eigi að beita sér af fullum þunga sem fjárfestar.Vísir/GVA„Megn óánægja með viðskiptalífið“ Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. sagði skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að stefna að því að hámarka arðsemi. „En ef að arðgreiðslur eru til þess fallandi að grafa undan úr möguleikum til framtíðarverðmætasköpunar þá auðvitað þarf að hafa skoðun á því,“ sagði Þóranna. „Ég get alveg verið sammála því að lífeyrissjóðir eigi fyrst og fremst og eiga arðsemi fjárfestinga en ég held að þetta verði ekki svo aðskilið samfélagslegri ábyrgð þannig að mig langar að taka aðeins annan pól í hæðina,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Vegna þess að ég held að það sem ógnar þessu kerfi sem við búum við, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar er að það er megn óánægja með viðskiptalífið. Það er upplifun fólks að við séum ekki að sinna okkar samfélagslegu skyldum.“ Páll talaði fyrir því á að lífeyrissjóðir beitu sér af fullum krafti í þeim fjárfestingum sem þeir tækju þátt í með sama hætti og aðrir fjárfestar. Lífeyrissjóðir ættu ríflega 40 prósent af hlutabréfum í Kauphöllinni og óraunhæft væri að þeir beittu sér ekki. Hann taldi þó að gera ætti ríkari kröfur til sjóðanna en nú eru gerðar, t.d. með því að auka gagnsæi um stjórnarkjör og settar yrðu skýrar stefnur sjóðanna í samkeppnismálum.Kristján Loftsson hefur átt í deilum við lífeyrissjóði sem eiga í HB Granda að undanförnu.Vísir/AntonSegir lífeyrissjóði svífast einskisKristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda var ósammála Páli um að lífeyrissjóðir ættu að beita sér að fullum þunga sem hluthafar. „Þá held ég að það fari nú ekki mörg félög inn í Kauphöllina. Ekki myndi ég láta mér detta það í hug að fara með fyrirtæki sem ég væri fjárfestir sjálfur í og láta þá hirða það af mér. Lætin í kringum þetta eru svo mikil að þeir svífast einskis,“ sagði Kristján en hefur átt í talsverðum deilum við lífeyrissjóði sem eiga hluti í HB Granda að undanförnu. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir segir fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða aðeins hafa einn tilgang. „Hlutverkið er að hámarka ávöxtun eigna sjóðsins að teknu tilliti til áhættu, hlutverk sjóðanna er ekki að vernda umhverfið, að breyta tekjudreifingu samfélagsins, að hafa áhrif á stjórnarval eða neitt slíkt,“ segir hann. Séu tveir kostir jafn góðir að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu verði sá kostur fyrir valinu sem hafi eitthvað annað fram yfir hinn, til dæmis hvað varðar samfélagslega ábyrgð að sögn Heiðars. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta.Öllum liði betur Spurður út í hversu langt lífeyrissjóðir ættu að ganga til að uppfylla önnur markmið en ávöxtun fyrir sjóðfélaga, og var þar vísað til umræðu um arðgreiðslur tryggingafélaga fyrr á árinu, ráðlagði hann þeim sem vinni fyrir lífeyrissjóði að einbeita sér að viðskiptum. Hann hafi flutt aftur til Íslands fyrir rúmi ári og þá hafi hann ákveðið að vera ekki á Facebook, taka ekki þátt í pólitískri umræðu heldur einbeita sér að viðskiptum. „Ég held að stjórnir ætti að gera það sama. Ef að lífeyrissjóðir myndu gera það sama þá liði þeim betur og öllum liðið betur, þetta er einföld heimspeki“ sagði Heiðar.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að lífeyrissjóðir eigi að beita sér af fullum þunga sem fjárfestar.Vísir/GVA„Megn óánægja með viðskiptalífið“ Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. sagði skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að stefna að því að hámarka arðsemi. „En ef að arðgreiðslur eru til þess fallandi að grafa undan úr möguleikum til framtíðarverðmætasköpunar þá auðvitað þarf að hafa skoðun á því,“ sagði Þóranna. „Ég get alveg verið sammála því að lífeyrissjóðir eigi fyrst og fremst og eiga arðsemi fjárfestinga en ég held að þetta verði ekki svo aðskilið samfélagslegri ábyrgð þannig að mig langar að taka aðeins annan pól í hæðina,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Vegna þess að ég held að það sem ógnar þessu kerfi sem við búum við, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar er að það er megn óánægja með viðskiptalífið. Það er upplifun fólks að við séum ekki að sinna okkar samfélagslegu skyldum.“ Páll talaði fyrir því á að lífeyrissjóðir beitu sér af fullum krafti í þeim fjárfestingum sem þeir tækju þátt í með sama hætti og aðrir fjárfestar. Lífeyrissjóðir ættu ríflega 40 prósent af hlutabréfum í Kauphöllinni og óraunhæft væri að þeir beittu sér ekki. Hann taldi þó að gera ætti ríkari kröfur til sjóðanna en nú eru gerðar, t.d. með því að auka gagnsæi um stjórnarkjör og settar yrðu skýrar stefnur sjóðanna í samkeppnismálum.Kristján Loftsson hefur átt í deilum við lífeyrissjóði sem eiga í HB Granda að undanförnu.Vísir/AntonSegir lífeyrissjóði svífast einskisKristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda var ósammála Páli um að lífeyrissjóðir ættu að beita sér að fullum þunga sem hluthafar. „Þá held ég að það fari nú ekki mörg félög inn í Kauphöllina. Ekki myndi ég láta mér detta það í hug að fara með fyrirtæki sem ég væri fjárfestir sjálfur í og láta þá hirða það af mér. Lætin í kringum þetta eru svo mikil að þeir svífast einskis,“ sagði Kristján en hefur átt í talsverðum deilum við lífeyrissjóði sem eiga hluti í HB Granda að undanförnu.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira