Aron: Vonbrigði ef við vinnum ekki Meistaradeildina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 14:45 Aron hefur skorað 50 mörk í Meistaradeildinni í vetur. vísir/epa Aron Pálmarsson, leikmaður Veszprém, segir að allt annað en sigur í Meistaradeild Evrópu nú um helgina yrðu vonbrigði fyrir hann. Ungversku meistararnir mæta Kiel í undanúrslitum Final Four helgarinnar í Meistaradeildinni sem fer að venju fram í Lanxess Arena í Köln. Aron þekkir vel til hjá Kiel en hann lék með liðinu frá 2009-2015 og varð tvívegis Evrópumeistari með því. Í ár er hann hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að vinna Kiel til að komast í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Þetta verður sjötta Final Four helgin mín. Þessi viðburður verður alltaf betri og betri og er alltaf að þróast. Þetta var frábært í fyrra og verður pottþétt stórkostlegt í ár,“ sagði Aron sem hefur skorað 50 mörk í Meistaradeildinni í ár. Hann hefur mikla trú á Veszprém-liðinu. „Við eigum góða möguleika því við erum með frábært lið sem hefur færst nær sigri í keppninni undanfarin ár. Við viljum vinna Meistaradeildina í ár, allt annað yrðu vonbrigði fyrir mig,“ bætti landsliðsmaðurinn við. Leikur Veszprém og Kiel verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD en allir fjórir leikirnir í Final Four verða sýndir beint á Sportstöðvunum um helgina. Ísland á nokkra fulltrúa í Köln; Aron, Alfreð Gíslason, sem þjálfar Kiel, Róbert Gunnarsson, sem leikur með Paris Saint-Germain, og Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson sem dæma leikinn um 3. sætið á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar:Laugardagur 28. maí: Klukkan 13:15: Kielce - PSG Sport 2 Klukkan 16:00: Kiel - Veszprém SportSunnudagur 29. maí: Klukkan 13:15: Leikurinn um 3. sætið Sport 2 Klukkan 16:00: Úrslitaleikurinn Sport 2 Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira
Aron Pálmarsson, leikmaður Veszprém, segir að allt annað en sigur í Meistaradeild Evrópu nú um helgina yrðu vonbrigði fyrir hann. Ungversku meistararnir mæta Kiel í undanúrslitum Final Four helgarinnar í Meistaradeildinni sem fer að venju fram í Lanxess Arena í Köln. Aron þekkir vel til hjá Kiel en hann lék með liðinu frá 2009-2015 og varð tvívegis Evrópumeistari með því. Í ár er hann hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að vinna Kiel til að komast í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Þetta verður sjötta Final Four helgin mín. Þessi viðburður verður alltaf betri og betri og er alltaf að þróast. Þetta var frábært í fyrra og verður pottþétt stórkostlegt í ár,“ sagði Aron sem hefur skorað 50 mörk í Meistaradeildinni í ár. Hann hefur mikla trú á Veszprém-liðinu. „Við eigum góða möguleika því við erum með frábært lið sem hefur færst nær sigri í keppninni undanfarin ár. Við viljum vinna Meistaradeildina í ár, allt annað yrðu vonbrigði fyrir mig,“ bætti landsliðsmaðurinn við. Leikur Veszprém og Kiel verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD en allir fjórir leikirnir í Final Four verða sýndir beint á Sportstöðvunum um helgina. Ísland á nokkra fulltrúa í Köln; Aron, Alfreð Gíslason, sem þjálfar Kiel, Róbert Gunnarsson, sem leikur með Paris Saint-Germain, og Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson sem dæma leikinn um 3. sætið á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar:Laugardagur 28. maí: Klukkan 13:15: Kielce - PSG Sport 2 Klukkan 16:00: Kiel - Veszprém SportSunnudagur 29. maí: Klukkan 13:15: Leikurinn um 3. sætið Sport 2 Klukkan 16:00: Úrslitaleikurinn Sport 2
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira