Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:27 Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni