Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 11:15 Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð. Fréttir af flugi Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð.
Fréttir af flugi Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira