Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 11:15 Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð. Fréttir af flugi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð.
Fréttir af flugi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira