Mesti hagvöxtur innan EES Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Hagvöxtur hefur verið drifinn af ferðaþjónustunni. vísir/Anton Brink „Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira
„Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira