Bestu handboltaliðum heims gæti verið rænt úr Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarso skrifar 9. febrúar 2016 10:45 Barcelona fær væntanlega boðsmiða í nýju deildina. vísir/epa Svo gæti farið að Meistaradeildin í handbolta fái verðugan keppinaut og missi jafnvel lið í nýja úrvalsdeild í handbolta sem mun samanstanda af bestum liðum heims. Fréttir þess efnis fóru á kreik í kringum Evrópumótið í handbolta og hafa vakið mikla athygli innan handboltaheimsins. Stefnt er á að spila fyrst í nýju úrvalsdeildinni tímabilið 2018/2019 en byrjað verður með tólf liða deild. Aðeins stærstu liðin úr stærstu borgunum fá að vera með og ekki bara lið úr Evrópu. Þetta verður einskonar heimsdeild. Einn stofnanda deildarinnar er ofur umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow sem er mikill Íslandsvinur og er með íslenska landsliðsmenn á sínum snærum. Hann er í stóru viðtali um deildina á vefsíðunni Handball-World.Aron Pálmarsson og félagar í Vezprém koma væntanlega til greina.vísir/epaKasi-Jesper vill vera með „Viðbrögðin hafa komið okkur á óvart. Danski frumkvöðullinn Jesper Nielsen segist vilja vera með og ætlar að stofna nýtt lið sem heitir AG Amazing Copenhagen,“ segir Gütschow, en skartgripaauðjöfurinn Jesper Nielsen átti danska liðið AG Kaupmannahöfn sem Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spiluðu með. „Tólf lið er raunhæft til að byrja með þar sem það eru ekki það mörg risastór lið. Við munum samt ekki koma í veg fyrir að stækka deildina. Liðin munu halda áfram að keppa í sínum deildum heima fyrir.“ Gütschow segir eitt markmiðanna með að hafa bara stórlið frá stórborgum í deildinni að hver leikur verði mikill viðburður og svipi til úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í Köln. Líklega verður spilað frá febrúar til desember þannig lið geta mætt með nýja leikmenn til leiks í seinni hluta deildarinnar.Rhein-Necker Löwen er lið sem kemur til greina samkvæmt umboðsmanninum.vísir/gettySkotklukka Gütschow segir lið í Meistaradeildinni tapa peningum. „Með fullri virðingu þá eru lið í litlum bæjum í Meistaradeildinni og þannig er ekki hægt að standa undir góðri vöru,“ segir hann. „Meistaradeildin er vel skipulögð og vinaleg en fyrir flest liðin er þetta fjárhagslegt svarthol. Flensburg spilaði til dæmis í Istanbúl fyrir framan 300 manns.“ Nýjungar verða í deildinni eins og skotklukka og gullmark. „Það gengur ekki að dómarar ákveði hversu langar sóknirnar eiga að vera. Við þurfum að fækka dómaramistökum. Græna spjaldið mun hverfa og þá verða bjöllur á ritaraborðinu sem þjálfararnir geta notað til að kalla leikhlé. Það er ekki í boði að eftirlitsmaður kalli leikhlé. Við munum nota myndbandstækni og svo þarf spennandi handboltaleikur sigurmark. Gullmarkið mun því koma inn í þetta,“ segir Wolfgang Gütschow. Þýsk lið sem eiga greiða inngöngu í nýju úrvalsdeildina eru Íslendingaliðin Kiel og Füchse Berlín en svo verður Kadetten Schaffhausen frá Sviss líklega boðið með og vonast er eftir liði í Amsterdam og Vín. Þá verða lið frá Katar líklega með en fyrirspurnir hafa nú þegar borist þaðan. Allt viðtalið á þýsku má lesa hér og á ensku hér. Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Svo gæti farið að Meistaradeildin í handbolta fái verðugan keppinaut og missi jafnvel lið í nýja úrvalsdeild í handbolta sem mun samanstanda af bestum liðum heims. Fréttir þess efnis fóru á kreik í kringum Evrópumótið í handbolta og hafa vakið mikla athygli innan handboltaheimsins. Stefnt er á að spila fyrst í nýju úrvalsdeildinni tímabilið 2018/2019 en byrjað verður með tólf liða deild. Aðeins stærstu liðin úr stærstu borgunum fá að vera með og ekki bara lið úr Evrópu. Þetta verður einskonar heimsdeild. Einn stofnanda deildarinnar er ofur umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow sem er mikill Íslandsvinur og er með íslenska landsliðsmenn á sínum snærum. Hann er í stóru viðtali um deildina á vefsíðunni Handball-World.Aron Pálmarsson og félagar í Vezprém koma væntanlega til greina.vísir/epaKasi-Jesper vill vera með „Viðbrögðin hafa komið okkur á óvart. Danski frumkvöðullinn Jesper Nielsen segist vilja vera með og ætlar að stofna nýtt lið sem heitir AG Amazing Copenhagen,“ segir Gütschow, en skartgripaauðjöfurinn Jesper Nielsen átti danska liðið AG Kaupmannahöfn sem Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spiluðu með. „Tólf lið er raunhæft til að byrja með þar sem það eru ekki það mörg risastór lið. Við munum samt ekki koma í veg fyrir að stækka deildina. Liðin munu halda áfram að keppa í sínum deildum heima fyrir.“ Gütschow segir eitt markmiðanna með að hafa bara stórlið frá stórborgum í deildinni að hver leikur verði mikill viðburður og svipi til úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í Köln. Líklega verður spilað frá febrúar til desember þannig lið geta mætt með nýja leikmenn til leiks í seinni hluta deildarinnar.Rhein-Necker Löwen er lið sem kemur til greina samkvæmt umboðsmanninum.vísir/gettySkotklukka Gütschow segir lið í Meistaradeildinni tapa peningum. „Með fullri virðingu þá eru lið í litlum bæjum í Meistaradeildinni og þannig er ekki hægt að standa undir góðri vöru,“ segir hann. „Meistaradeildin er vel skipulögð og vinaleg en fyrir flest liðin er þetta fjárhagslegt svarthol. Flensburg spilaði til dæmis í Istanbúl fyrir framan 300 manns.“ Nýjungar verða í deildinni eins og skotklukka og gullmark. „Það gengur ekki að dómarar ákveði hversu langar sóknirnar eiga að vera. Við þurfum að fækka dómaramistökum. Græna spjaldið mun hverfa og þá verða bjöllur á ritaraborðinu sem þjálfararnir geta notað til að kalla leikhlé. Það er ekki í boði að eftirlitsmaður kalli leikhlé. Við munum nota myndbandstækni og svo þarf spennandi handboltaleikur sigurmark. Gullmarkið mun því koma inn í þetta,“ segir Wolfgang Gütschow. Þýsk lið sem eiga greiða inngöngu í nýju úrvalsdeildina eru Íslendingaliðin Kiel og Füchse Berlín en svo verður Kadetten Schaffhausen frá Sviss líklega boðið með og vonast er eftir liði í Amsterdam og Vín. Þá verða lið frá Katar líklega með en fyrirspurnir hafa nú þegar borist þaðan. Allt viðtalið á þýsku má lesa hér og á ensku hér.
Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira