Opnar bíó í Eyjum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Axel rekur einnig Selfossbíó og mun bæta við nýjum sal þar á næstunni. Mynd/Alex Máni Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“ Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“
Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira